Saturday, November 23, 2013

Hús fullt af Memphis

Átrúnaðargoðið: Sottsass
Það er einhvern veginn alveg eðlilegt að koma i hús og sjá innréttingar eftir sama hönnuð í öllum herbergjum í bland við húsgögn, stök og samstæð, eftir hina og þessa hönnuði . Virkar oftast sem góð heild og þá skiptir ekki máli frá hvaða tímabili húsgögnin eru. Hitt er svo annað mál að suma muni t.d. Mempis hefur maður oftast séð fyrir sér staka og talið að þannig virki þeir best - ekki gefið þeim annars kost. 

Það var því athyglisvert að sjá á core77.com myndir frá heimili sem er eingöngu búið Memphis húsgögnum. Þarna hlýtur að vera saman komið eitt heillegasta safn Memphis muna sem finnst á einum stað. Það er í eigu Dennis Zanone sem hefur safnað Memphis munum og húsgögnum á heimili sitt í 20 ár. Og auðvitað býr hann í Memphis, Tennessee - heimabæ Elvis Presley. Hann sefur meira að segja í Tawaraya Boxhringnum eftir Masanori Umeda. Dennis hefur svo einlægan áhuga á Memphis tímabilinu að hann heldur úti bæði Facebook síðu og flottu myndasafni á Flickr. Hér er viðtal við Dennis.
Heima hjá Dennis Zanone
Setustofan
Cassablanca skópur (Sottsass) og D´Antibes skápur (Sowden)
Dublin sófi (Zanini)
Carlton hilla og Beverly skenkur (Sottsass)

Vélmennið Ginza og rúm gert úr Tawaraya boxhringnum eftir Masanori Umeda



No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.