Wednesday, November 20, 2013

Risastórt keramik Jun Kaneko





Keramik Jun Kaneko (1942) er engin smásmíði og á sér fáar hliðstæður  - margra metra hátt og mörg hundruð kíló að þyngd. Þegar verkin hafa verið mótuð úr leirnum  standa þau í fjóra mánuði til þerris og eru síðan brend í ofni í allt að 35 daga.  Aðeins fáein verk standast þessa raun og af hverjum 10 verkum takast að jafnaði aðeins 2-3 verk fullkomlega.
Jun býr í bandaríkjunum en japanskur uppruni hans fer ekki fram hjá neinum sem skoðar verk hans hvort sem það er keramik, málverk eða leikmynd.
Það er magnað hvað verkin eru fínleg þrátt fyrir stærðina og erfitt að gera sér grein fyrir stærð þeirra nema hafa eitthvað til viðmiðunar. Verkin á myndunum eru öll nokkurra metra há en þegar ekkert er til viðmiðunar gæti maður alveg jafnt ímyndað sér að þau stæðu á stofuborðinu heima. Ég hefði a.m.k. ekkert á móti því að eitt slíkt stæði á borðinu mínu - kannske í smækkaðri mynd!

Verk í vinnslu. Gott að hafa þessi hlutföll í huga þegar myndirnar eru skoðaðar









Á þessu stutta myndbandi má gera sér grein fyrir umfangi verka listamannsins.



No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.