Thursday, December 30, 2010

Gamaldags Facebook og félagar

Hvernig skyldu auglýsingar fyrir vinsælustu vefina líta út ef þær hefðu verið gerðar 1960? 
Hér er svarið:

• 1960 Twitter og YouTube •

Brasilíska ráðstefnufyrirtækið  Maximidia Seminars hefur látið gera veggspjöld í 1960 stíl til að auglýsa ráðstefnuna “Everything Ages Fast” sem það stendur fyrir. Veggspjöldin hafa farið um netið eins og eldur í sinu og nú hefur Maximidia boðið öllum að hlaða spjöldunum niður í 300 dpi upplausn og prenta eins og hver vill. Stærðin sem mælt er með er 30x40sm en auðvitað er hægt að prenta hvaða stærð sem er. 


• 1960 Skype og Facebook •

Spjöldin eru hönnuð (designer) af Moma Propaganda.



•Sækja hér: Facebook Poster  (6.9Mb)• 

• Sækja hér: Skype Poster  (7.9Mb) •

• Sækja hér: Twitter Poster  (7.4Mb) •
 •Sækja hér : YouTube Poster  (8,6Mb) •


Hér er hægt að velja spjöld á ensku og portúgölsku: Velja spjald


No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.