![]() |
• Flott híbýli • |
Hið fyrra verður að bíða um stund því frúin á efri hæðinni er ekki gefin fyrir röndóttar flugur og höndlar eitrið um leið og slíkt sést. Um hið seinna gæti orðið samkomulag því hún er árrisul og gæti vafalaust líkað vel við íslenskt hanagal snemma morguns og hver veit nema henni bjóðist egg í morgunverð. Hitt er svo annað mál að karlpeningurinn hér á neðri hæðinni þyrfti að breyta lífsháttum sínum svaklega til að takast á við hanagal snemma morguns.
Góðu fréttirnar eru að húsnæðismál hænsnanna eru leyst.
Góðu fréttirnar eru að húsnæðismál hænsnanna eru leyst.
Bretarnir Matthew Hayward (húsgagnaarkitekt og verkfræðingur) og Nadia Turan (hönnunarstjóri) hafa hannað þetta frábæra hænshús (egg?) til heimanota. Húsið (eggið), sem var fyrst sýnt á Tent London 2010, sem er liður í London Design Festival, er smíðað úr sedrussviði og hýsir 2 - 4 hænsni. Það uppfyllir allar þarfir íbúana, þakgluggi opnast við ákveðið hitastig, hurðin er vel útfærð og innri aðstæður góðar. Draumur allra hænsna. Undirstaðan er úr steinsteypu og á henni eru hjól til að auðvelda flutning. Stærðin er 120x80 sm.
Hér er vefsíða, fyrirspurnir og pantanir og hér er bloggsíða Nogg.
![]() |
• Íbúinn gáir til veðurs • • Gluggi fyrir sólskins- og regndaga • • Lok, lok og læs • |
.
![]() |
• Hamingjusamir Álftnesingar • |
Svo er, auðvitað, hægt að smíða hús úr bárujárni eins og það sem prýddi jólakort frá vinum á Álftanesi. Íslensku elskurnar eru ýmsu vanar og bárujárnshús eru fín íslensk byggingarhefð sem þær kunna að meta.
.
.
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.