Hönnun og hlutir hitti japanska hönnuðinn Hiroki Takada á Designers Block sýningu í London árið 2003. Hann sagði frá því að til þess að komast til London hefði hann endurhannað húsgögnin sín. Hann átti bara aur fyrir flugfari, húsgögnunum varð hann því að koma í farangur til að sleppa við flutningskostnað. Þetta tókst og sýnir að ungir auralausir hönnuðir þurfa að leggja ýmislegt á sig til að koma sér á framfæri; jafvel hanna húsgögn í tösku.
"fanfan" sóffi og stólar.
![]() |
• "fanfan" eins og opin blævængur • Bak sóffans sveiflast þegar sest er í hann • |
Í London sýndi Hiroki Takada húsgögnin" fanfan" sem hafa sterka tilvísun í japanska menningu. Plíserað bakið. sem gert er úr textil og renningum úr flugvéla-áli minnir á blævæng. Bakið virðist, við fyrstu sýn, vera veikbyggt en þegar maður er sestur reynist það vera mjög sterkt og með þægilega sveigju. Það er mjög sérstakt að setjast í sóffann því bakið sveiflast til eins og maður sé staddur inn í miðjum risa blævæng. Einstök tilfinning.
Tea Ceremony 2010 stóllinn
![]() |
• Tea Ceremony • Eins og teþeytari (tea whisk) gerður úr bambus • |
![]() |
• Verkfærið • Tea Whisk • |
Nú hefur Hiroki Takada hannað stól sem einnig sækir form sitt í japanska hefð. Stóllinn heitir "Tea Ceremony Chair " eftir ævafornri japanskri athöfn við að gera grænt te. Formið er fengið frá japönskum teþeytara (tea whisk) sem gerður er úr bambus. Eins og þeytarinn er stóllinn gerður úr bambus sem er klofinn rétt neðan við setuna. Fínlegt bakið umlykur þann er í stólnum situr og skapar gott næði og kyrrð.
Japanar eru þekktir fyrir fínlegt handverk og hönnun og þessi stóll ber þess svo sannarlega vitni.
Stóllinn var sýndur á Tokyo Designers Week 2010.
![]() |
• Nærmyndir af stólnum • • Móðir hönnuðarins sest í stólinn góða • |
Þeir sem hafa unað af fallegum hefðum og hlutum, vilja kynna sér Tea Ceremony athöfnina og japönsk áhöld til tegerðar er ágætt að byrja hér á Wikipedia og skoða tenglana neðst á síðunni.
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.