Sunday, January 9, 2011

Dieter Rams og lögmálin tíu


 Armbandsúr "89               Kveikjari "71                  Útvarp "59                 Borðkveikjari "70             Rakvél "55

Dieter Rams hóf störf hjá raftækjaframleiðandanum Braun í Þýskalandi árið 1955. Hann var yfirmaður þróunar- og hönnunardeildar fyrirtækisins í tæp fjörutíu ár og gerði það að einu virtasta fyrirtæki heimsins hvað hönnun og vörugæði varðar. Hann er mjög agaður hönnuður með mótaðar skoðanir á þeim lögmálum sem hönnun þarf að lúta  til að vera trúverðug og setur hann þau fram í tíu liðum. Tíu lögmál góðrar hönnunar, "Rams' ten principles of "good design", eru þessi:

Góð hönnun:
Dieter Rams (1932)
  • er nýstárleg
  • gerir vöruna nytsamlega
  • er smekkvís
  • gerir vöruna skiljanlega
  • er hæversk
  • er einlæg
  • er varanleg
  • er ítarleg í öllum smáatriðum
  • er umhverfisvæn
  • er eins lítil hönnun og mögulegt er


• Ferðaútvarp og plötuspilari "89 •
Hönnun Dieter Rams ber vott um að þessum lögmálum hafi hann verið trúr. Hlutirnir virka einfaldir og sjálfsagðir, ytri umgjörð er hluti af tækinu sjálfu en ekki umbúðir, litir eru notaðir til að gera stjórnborð skiljanleg en að öðru leiti eru grunnlitir hvítt og grátt.  Eftir að Dieter Rams kynnti svört hljómtæki árið 1965, tóku aðrir framleiðendur það upp og svart varð ráðandi litur hljómtækja um allan heim.


• Hljómtæki "63 •






Á 40 ára starfsferli hefur Dieter Rams komið að hönnun meira en 500 hluta fyrir Braun og húsgagnaframleiðandan Vitsæ. Hann er einn áhrifamesti hönnuður 20. aldarinnar og margir hönnuðir leita í smiðju hans. Hönnun Jonathan Ives fyrir Apple þykir t.d. eiga sér samsvörum með ýmsum verkum hans, einnig má sjá skyldleika með hljómtækjum hans frá 1963 og B & O hljómtækjum. Hvað sem því líður, víst er að þeir sem hanna undir áhrifum Dieter Rams geta svo sannarlega verið ánægðir því það er ekki leiðum að líkjast.


Hér er myndband með nokkrum hlutum sem Dieter Rams hefur hannað.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.