Þegar listamaðurinn Peter Malinoski fann ekki gítar við sitt hæfi ákvað hann að smíða hann sjálfur. Þetta var árið 1986. Verkefnið var heillandi og kallaði á fleiri tilraunir. Nú hefur Peter smíðað óhefðbundnin hljóðfæri í 20 ár. Fyrir hann er hljófærasmíðin bæði listræn tjáning og tækifæri til að smíða hljóðfæri sem hefur aðra eiginleika en fjöldaframleidd hljóðfæri.
Peter mótar allt, bak og framhlið, hljóðfærið eins og skúlptúr. Hann segir nýtt hljóðfæri taka við þar sem því fyrra lauk, hvert hljóðfæri sé einstakt að útliti og hljómgæðum. Engin tvö séu eins. Háls og brú eru þó oftast í hefðbundnum stærðum. Nemana smíðar hann sjálfur. Í boði eru nokkrar gerðir, piezo nemi fylgir þeim öllum. Hljómdæmi eru á vefsíðunni hans og á Youtube. Hér er ágæt dæmi.
• Bass # 15 • Efni: steypt ál, plötuál og mahoní. Einnar spólu nemi • |
Þessi einstaki bassi, Bass #15" er smíðaður úr áli og mahoní. Undirstaðan er úr stáli. Á honum er einnar spólu nemi með einum styrkstilli. Hljómurinn er sagður djúpur, kraftmikill og málmkendur með endalausan ómtíma. Bassinn er ekki til sölu.
PS. Íslensku nöfnin "nemi" og "einnar spólu" eru notuð hér í stað "Pickup" og "single coil". Íslensku nöfnin eru mjög falleg og lýsa nákvæmlega því sem þessi tæki gera. Er ekki rétt að nota móðurmálið og hætta slettum?


No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.