Wednesday, January 12, 2011

Fallegt handverk og góður málstaður

Stunum er hægt að gera öllum gott í einni ferð, sjálfum sér og öðrum. Sennilega oftar en við gerum okkur grein fyrir. Mörg hjálparsamtök biðja okkur um styrki og láta eitthvað af hendi í staðin. SPIRAL* samtökin hafa, á árunum 1999 - 2009, sent 1.5 miljónir dollara til þróunnaraðstoðar í Nepal og Vietnam. Framlagið hefur tryggt þúsundum manna vinnu, menntun og læknisaðstoð. Framlögum er m.a. safnað  með því að kenna innfæddum handverk og skapa aðstöðu til að vinna við það. Notað er tilfallandi efni m.a. endurunnið plast, silki afgangar, vír og umbúðir. Afurðirnar eru síðan seldar til að afla fjár.

• Nokkrar vörur sem fást á vef SPIRAL verslunarinnar. Gerðar úr endurunu efni •
Hér má sjá nokkur sýnishorn af vörunum, sem seldar eru á netinu. Sjöl úr angóruull, skálar úr endurunnum gosflöskum, umbúðum, símavír og silki afgöngum og margt fleira. Verðið er fá nokkrum dollurum.


• Listamenn við vinnu sína. Þeir eru heppnir því ekki hafa allir vinnu á þessum slóðum •


* SPIRAL stendur fyrir "Spinning Potential Into Resources And Love".
Vefslóðir: 

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.