Tuesday, January 11, 2011

Ævintýraleg barnahúsgögn • iPod lurkur og fröken Herðatré

Í 25 ár hefur Judson Beaumont hannað og smíðað húsgögn í fyrirtæki sínu Straight Line Designs. Nafnið er reyndar á skjön við framleiðsluna því hún er allt annað en beinar línur. Þeir sem hafa komið til Undralands (með Lísu), eða búið í teiknimynd, munu kannast við barnahúsgögnin hans. Við hin verðum að nota ímyndunaraflið.

• Húsgögnin hafa skemmtileg nöfn t.d. Oops • Frú Peaerson • Boom og Sullivan •

• Teikningar, vangaveltur og útkoman er eins og tveir turnar •

• Little Black Dresser  hangir á hlýrunum •
Straight Line Designs er í Vancouver í Canada. Auk húsgagnanna eru smíðaðar innréttingar, leikmunir og allskonar sérsmíði. Judson Beaumont hefur einnig unun af að  hanna leiksvæði fyrir barnaspítala.  Sköpunarkrafturinn fer ekki fram hjá neinum og húmorinn í verkunum er bráðskemmtilegur. Hann gaf nýlega út bók með verkum sínum. Mottó   hans er "Spurningin er ekki hvað við höfum gert, heldur hvað við gerum næst."
Skoðið líka bráðskemmtilegar skissur hans og blog.
Þetta hengi, skúffa, herðatré eða hvaða nafn sem við finnum því er u.þ.b. 25sm á dýpt

 • iLog • Það væsir ekki um iPodinn í þessum lurk •


No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.