Wednesday, January 12, 2011

Kúluhús sem snýst

 Hús og híbýli með hvolfþaki eru vel þekkt t.d. Perlan, igloo snjóhús eskimóa, yurt tjöld hirðingja, hvolfþök Buckminster Fullers og hvofbyggingar Einars Þorsteins Ásgeirssonar, sem við íslendingar þekkjum vel.

• Grindin reist utan um kjarnan • Sómir sér vel í náttúrunni og varla er vindálagið mikið •

Vinkona mín, sú sem á hamingjusöm hænsni á Álftanesi, varð hugfangin af hænsnahúsinu og benti mér á að þessi hús frá Sunspace í Canada sómi sér vel við hliðina á því. Í miðju húsinu er kjarni sem gerir því kleift að snúast því um 300 gráður. Það þarf ekki að fjölyrða um kostina sem þetta hefur í för með sér. Búnaður og frágangur er náttúruvænn t.d. er húsið er klætt sedrusviði og einangrað með korki. 
Sunspace framleiðslan gekk ekki upp en fyrirtækið Domespace er tekið við. Kannske var það of framsækin hugmynd að fjöldaframleiða slík hús. Þar kemur margt til, en líklega vegur þyngst íhaldssemin.

• Kjarninn reistur og hlýlegar innréttingar • Húsinu er hægt að snúa um 300 gráður  •

Hér eru vangaveltur um  lagið húsinu og hvers vegna híbýli með hvolfþaki ættu að henta okkur betur en hinir hefðbundnu kassar. (Lauslega þýtt af þessari vefsíðu):
Hús með hvolfþaki er í rökréttum tengslum við líf og náttúru. Allt fer í hring eða er hringur, jörð, plánetur og sól eru hringlaga og snúast í hringi umhverfis eitthvað . Vindhviður veltast í hringi, hreiður fugla og dýra eru hringlaga. Jafnvel árstíðirnar fara og koma í röðina á sama stað og þær lögðu upp frá, hring eftir hring . Líf okkar fer í hring frá barndómi til barndóms. Alstaðar þar sem kraftar finnast er eitthvað hringlaga sem fer í hringi. 
 Með þetta í huga er eðlilegt að spyrja: Hvers vegna býr maðurinn, einn jarðarbúa,  í kassa?

PS.  Nokkrar myndir eru héðan.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.