Thursday, January 6, 2011

Fínlegir blásnir glerlampar

Þýska listakonan Hanna Krüger býr til hugvitsamlega hannaða hluti úr gleri og postulíni.  Við glergerðina beitir hún ýmsum aðferðum en lamparnir sem hér eru sýndir eru úr blásnu gleri.
•VAISS.EAU • Kúptur botn, hliðar sem enda í stút og snúran geymd ofan í, hvaðan kemur formið? •
• Mattur eða glær •



VAISS.EAU lampinn eru úr tvöföldu blásnu gleri. Neðsti hlutinn er mattur og kúptur til að endurvarpa ljósinu niður. Ytri hjúpurinn geymir snúruna sem er umfram hæðina sem ljósið hangir í. Ljósið er hangir í stálvír. 
Það sést vel hvaðan formið kemur; kúptur botn, hliðar sem teygja sig upp og enda í stút og svo eitthvað til að geyma innan í. Það hlýtur að vera flaska.




Grunneiningin í ADD-ON lömpunum hér að neðan er sú sama, tréfætur, perustykki og snúra, allt sett saman á einfaldan hátt. Glerið er handgert og því verður hver lampi einstakur. 

• Grunneining ADD-ON er alltaf eins en samt er hver lampi einstakur •

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.