![]() |
| • Nafn stóls Cho hyung suk "Modernatique" segir margt um hann • |
![]() |
| • Flæðandi línur armana • |
Hér hefur áður verið minnst á hönnuði frá Kóreu og fínlega hönnun þeirra. Ungur hönnuður frá sömu slóðum Cho hyung suk hefur hannað húsgögn sem eru einskonar nútíma / antik þ.e. þau minna á formgjöf þekktra hönnuða en þó fer ekki á milli mála að um nútíma hönnun er að ræða.
Cho hyung suk telur að húsgögnum megi skipta í tvö flokka, modern og antik og hvor stíll hafi sína sérstöðu og aðdáendur.
![]() |
| • Kunnuleg form í nýjum búningi • |
Modernatique stólinn segir Cho hyung suk hafa stílbragð beggja flokka, einskonar nútíma antik. Eitt er víst; hér eru ráðandi fínlegar flæðandi línur og sú einfalda efnisnotkun sem jafnan einkennir hönnun kóreumanna.



No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.