Loksins, loksins eitthvað í lit! Og það er ekki af verri endanum. Myndirnar eru af innviðum Listaháskóla í Bankok (Bankok Creative Center). Hér sjáum við þann hluta byggarinnar sem hýsir bókasafn, vinnustofur og sýningasvæði. Takið sérstaklega eftir marglitu veggjunum, þeir skipta um lit. Hönnuðir eru Studio Supermachine, stofnað 2009 af thailenska arkitektinum Pitupong chaowakul. Stofan fæst við hönnun á öllum sviðum, þar hefur verið hannað allt frá flöskuopnara til verslunarmiðstöðva og stærri verkefna. Ekki fleiri orð um þetta, skoðið endilega myndbandið, það útskýrir vegginn.
• Bankok Creative Center • Hönnun/Design: Studio Supermachine •
• Myndbandið hér að neðan útskýrir hvernig litaveggurinn virkar •
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.