Wednesday, January 5, 2011

Eldhúsklukka fyrir vinkonu

Um daginn rakst ég á klukkuverk sem eitthvað fyrirtæki gaf mér í fyrir að heimsækja það í Hollandi. Þetta er "gerðu það sjálfur" klukka, í  kassanum er gangverk, vísar og skífa úr pappa með auglýsingu. Skífan var ónýt en gangverkið í lagi og þar sem ég á erfitt að henda gangfærum hlutum ákvað ég að reyna að gera eitthvað úr þessu.

• EldhúsKlukka •


Vinkonu mína vantar elhúsklukku, mig langar til að gera  klukku fyrir hana og byggja hönnuninna á eftirtöldu: 
  • einföld form og táknræn: hringlaga og að sjálfsögðu er rjúkandi pottur á hlóðunum.
  • Lego litir
  • sérsniðin fyrir rýmið: "Eldhúsklukka"= 12 stafir, reyni að gera eitthvað úr því.
Þá er bara að hefjast handa. Eftir vangaveltur, skissur og módel er þetta niðurstaðan: 



• Formið: skál kattarinns Mola, Lego litir og ilmurinn úr eldhúsinu •


• Litirnir vefjast fyrir, kannske verður erfiðast að velja þá •

Hringformið er eins og skálin hans Mola, kisunar okkar sem farin er til himna en gleymdi skálinni hér, kannske er hún bara í geymslu. Ég reyndi að gera "Eldhúsklukka"lesanlegra en það varð of augljóst, betra að leyfa fólki að spá aðeins í þetta. Leturgerðin er Times eins og í Mogganum, auðvitað.


• Litir: svart/rautt, rautt/svart, rautt/rautt eða eitthvað allt annað? •

Vísarnir gufuðu upp úr pottinum eins og ilmurinn úr eldhúsinu. 
Það á eftir að velja liti, þeir hafa algjör úrslita áhrif á það hvernig til tekst.

Þá er bara að hefjast handa og fara að smíða.

Efnið í klukkuna veit ég að fæst í Handverkshúsinu.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.