![]() |
• Þessi stóll hefur verið beittur hugmyndafræði Rasmus Bækkel Fex • • Dæm "fyrir" og "eftir" af vefsíðunni artwithfunctiondesignwithout.com • |
"List með notagildi - Hönnun án notagildis" (“Art With Function - Design Without Function") er hugmynd danska húsgagnaarkitektsins Rasmus Bækkel Fex. Hann hefur sett fram ákveðið ferli sem felst í því að fjarlægja notagildi úr hönnun hlutar. Síðan er unnið með hlutinn í gegn um ákveðið ferli sem endar, á vissan hátt, á þeim stað sem lagt var upp frá. Þannig er nytjalist breytt í sjónlist og síðan aftur til baka. Niðurstaðan getur verið álíka hlutur og lagt var upp með eða eitthvað afbrygði.
Myndirnar sýna ferli stólsins hér að ofan.
![]() |
• Hér er ferli stóls: Það hefst á stólnum sem er vinstra megin, efst á síðunni, og endar í þeim sem er hægra megin • |
Aðferðin sem hann beitir er svona:
- 1. Veldu hlut sem hefur notagildi.
- 2. Gerðu 10 eftirmyndir af hlutnum.
- 3. Fjarlægðu notagildi hlutarins á 10 vegu.
- 4. Bætti upprunalega notagildinu við hlutinn aftur.
- 5. Veldu einn hlut úr lið 4. og gerðu úr honum fullunnin nytjahlut.
... og hér hefur borðið farið sömu leið.
![]() |
• Þessi útkoma er ekkert annað en "brilliant" • Hönnun/Design: Rasmus Bækkel Fex • |
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.