![]() |
• Nokkrar gerðir kolla og hönnuðurinn • Hönnun/design: Carolien Laro • |
Carolien Laro vann við þessa kolla í 600 klukkustundir, áður en takmarkinu var náð. Hana langaði til að stefna saman stífni og sveigjanleika. Margir telja þetta væntanlega þversögn, en Carolien telur sig hafa náð takmarkinu. Seta kollana er einskonar tré-púði, mjúk og fjaðrandi en jafnframt níðsterk. Hjólin á fótunum gera þeim kleyft að fylgja hreyfingu setunnar. Kollana, sem kostuðu alla þessa vinnu, nefnir hún: Paperclip, Restless Legs og Bridge. Þeir hafa unnið til verðlauna og viðurkenninga m.a.fengið *DOEN verðlaunin fyrir efnisnotkun.
![]() |
• Setan fjaðrar og hjólin geria fótunum kleyft að fylgja hreyfingum hennar • |
* DOEN verðlaunin eru veitt, ungum hollenskum hönnuðum, fyrir umhverfisvæna hönnun.
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.