Saturday, January 29, 2011

Stóll frá 1944 úr flöskum og dósum

• Emeco 111 fæst í sex litum          •         "Waiter, one Emeco 111 on ice, please" •

• Áldósir í þann vinstri   •   Plastflöskur í þann hægri •

Emeco 1006 stóllinn var notaður í skipaflota Bandaríkjanna frá 1944 og er ennþá í notkun, enda er 150 ára ábyrgð á honum. Eftir 1970 minnkaði salan en 1998 var áherslum breytt, ýmsir hönnuðir gerðu nýstárlegar útgáfur af stólnum og hann fór að seljast á nýjum markaði.  Stóllinn er að 80% úr endurunnu efni,  lengst af var það ál,  en nú hafa  Emeco og Coke Cola þróað aðferð til að framleiða stólinn úr plastflöskum. Plast stóllinn Emeco 111 dregur nafn sitt af því að 111 flöskur eru notaðar í hvern stól. Form stólsins er það sama og Emeco 1006, á honum er 5 ára ábyrgð en 1006 stóllinn er áfram með 150 ára ábyrgð, svo þú færð hann bættan ef hann brotnar í 149 ára afmælis-veislunni þinni.  

Emeco 1006 er þekktastur sem "Navy Chair"
Framleiðandinn EMECO            ••••           Vefur um þróun plast stólsins 

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.