Monday, January 10, 2011

Fímerki til heiðurs Raymond Loewy

Á síðasta ári birtist hér pistill um yddara sem Raymond Loewi hannaði. Um áramótin (2010 / 2011) tilkynnti bandaríska póstþjónustan að í júlí 2011 yrði Raymond heiðraður með útgáfu frímerkis. Á frímerkinu verður mynd af yddaranum góða. Ætli þeir í USA lesið bloggið?

• Bandarísk frímerki til heiðurs iðnhönnuðum •


Frímerkin eru reyndar 12, til heiðurs jafnmörgum iðnhönnuðum, sem höfðu mikil áhrif á líf og umhverfi almennings. Í kynningu segir: "Okkur hættir við að taka hlutum sem við notum daglega sem sjálfsögðum." og síðan: "Það er fyrir tilstilli þessa fólks sem við knúum ekki bílana okkar á sama hátt og Freddy Flintstone." Þeir eru gamansamir í USA!  Í hópnum er aðeins ein kona, Gretha von Nessen. Hún sérhæfði sig í hönnun ljósa. Þekktasta ljósið hennar "Anywhere" er á frímerkinu.

Hér heima voru, árið 2008, gefin út frímerki með myndum af íslenskri hönnun. Það má varla á milli sjá hvort þau voru gefin út af Epal eða Póstinum. Þau eru allavega eins og auglýsing frá því fyrrnefnda. Kannske sáu þeir um valið. Það kæmi ekki á óvart. Það vekur einnig athygli mína að öll húsgögnin á frímerkjunum eru framleidd erlendis. Eru það skilaboð til íslenskra húsgagnaframleiðenda sem skapa nokkur mörg ársstörf? Ársstörf fyrir Íslendinga.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.