Saturday, February 19, 2011

20 sófar og stólar eftir Karim Rashid

Offecct Orgy Sofa 2002   •  Krysalis Couch,2003 • Kloud Chair 2007   •   Zanotta Koochy Sofa 2007

Karim Rashid í hvítu og bleiku.
Karim Rashid (1960) er einn af afkastamestu hönnuðum samtímans, með yfir 3000 hluti i framleiðslu, 300 viðurkenningar og vinnustöðvar í meira 35 löndum. Karim er heimsborgari, fæddur í Kairó, alinn upp í París, London og Canada - nam iðnhönnun í Canada og á Ítalíu, þar sem hann vann um skeið m.a. með Ettore Sottsass, og hefur nú aðsetur í New York. Hann  er á þveitingi um heiminn 160 daga á ári og hefur haldið þúsundir fyrirlestra um hönnun og þá sýn sem hann hefur á veröldina. Hönnun hans er allstaðar, umbúðir, hús, innréttingar, húsgögn, tískuvörur - hann hefur fengist við þetta allt. Hann segir hönnun sína vera " ljóðrænan minimalisma" en jafnframt flokkar hann marga hluti sína sem "blobject", en það á við hluti sem hafa mjúka samfellda og stundum svolítið "útblásið" yfirbragð, oftast úr plasti t.d. Apple iMac (1998). Þessi lýsing á vel við mörg verka hans sem eru gjarnan ávöl, hafa í senn yfirbragð nytjahlutar og leikfangs í skærum neon litum. Karim Rashid og hressilegir litir fylgjast alltaf að, frá 2000 hefur hann eingöngu klæðst hvítu og bleiku, hann segist hafa orðið leiður á öllu svarta Gucci draslinu, gefið það Hjálpræðishernum og tekið upp nýjan stíl í samræmi við hönnun sína. Hér hef ég tekið saman myndir af nokkrum sóffum og stólum til að sjá örlítið af verkum hans í samhengi.

Kite Chair & Mini Kite 2004 •Kivas Couch 2010 • Kant Stool 2006 • Spline Chair 2002

Doux Collection 2010 • Kouch 2009 • Modular Seating System 2010 • Kairo Chair 2008

Careem Chair 2010  •  Contempo Karimy Couch  •  Omni 2004  •  Aphex Couch 1997

Loveseat 2006 •Rap Couch 2010 • Matrix Sofa System 2009 • High Roller Chaise 2011

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.