Í umhverfinu eru margir hlutir sem við tökum ekki eftir þrátt fyrir að þeir séu beint fyrir framan augu okkar. Michael Wolf ljósmyndar þessa hluti og sýnir okkur að margt sem á vegi okkar verður er merkilegra en virðist við fyrstu sýn - ef við sjáum það. Ljósmyndirnar sem hér eru sýndar kallar hann „the bastard chairs of China", þær sýna að stóll getur verið „sæti" þó lífið hafi leikið hann grátt. Það má einnig sjá að „sæti er sæti er sæti" úr hverju sem það er gert. Mannlegi þátturinn er líka svo sýnilegur, nýtni, hógværð, hugkvæmni og nægjusemi. Á Vesturlöndum höfum við verið að fást við svona hluti, blogg og blöð eru full af hlutum sem kallast „re-make"og sumum hönnuðum hefur tekist að koma sér rækilega á blað fyrir vikið. Nú eru þessar myndir líka komnar á netið en því miður held ég að listamennirnir í Kína komi ekki til með að njóta þess eins og skyldi.
Vefsíða: Michael Wolf ljósmyndari
Smellið á myndina til að sjá stærri myndir |
Hangir á bandinu |
Smá stýfing og styrking - eins og nýr |
Extra mjúk bólstrun, sjáið lagfæringuna á fætinum |
Vantar nákvæmlega ekki neitt - sethæðin hárrét |
Bara að hvíla mig smá... |
Hægindasæti |
Gott að vera í hosum |
Hátt settur |
Fjaðrandi |
Ready for take-off |
Eitt þrep upp |
Tískulitirnir 2011 - SJÁ HÉR |
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.