Bölgen í Vejle mun verða eitt af kennileitum bæjarins. |
Smellið hér til að sjá allar myndirnar |
Við ströndina í Vejle á Suður-Jótlandi standa þessi hús sem heita "Bölgen", þar er væntanlega vísað í bárur hafsins. Íbúðirnar eru opnar í gegn um húsið, elhús í miðju og stofur, með stórum svölum sitt hvorumegin, þannig að alltaf er birta og útsýni til austurs og vesturs. Sjávarmegin hússins verður smábátahöfn og strandstígur mun liggja út eftir firðinum. Að sögn arkitektana er form hússins innblásið af firðinum, hæðunum, brúnni og Vejle bæ. Þök klædd hvítum flísum og gaflar úr gleri munu á daginn speglast í sjónum en á kvöldin uppljómast og rísa upp sem marglit fjöll.
Húsin eru hönnuð af "íslandsvinunum" á arkitektastofu Henning Larsen sem hafa m.a. hannað Hörpu og Háskólann í Reykjavík.
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.