Tuesday, February 22, 2011

Einskonar húsgögn Raw Collection

Gert úr tré og ullar renningum,  líkist húsgagni - en getur auðveldlega verið eitthvað allt annað.
Coiling Collection, sem hér er sýnd, er gerð úr ullar ræmum og viði. Ullin er vafin utan um viðinn og síðan vætt með plastkvoðu til að festa hana saman og halda forminu. Á þennan hátt eru gerðir hlutir sem líkjast kollum, pullum og ábreiðum. Hönnuðirnir Yael Mer & Shay Alkalay,  sem standa að Raw Edges vinnustofunni í London, búa sjálf til hlutina. Þau fást við tilraunir í formsköpun sem þau segja vera einhvers staðar milli iðnhönnunar og sjónlistar. Þau hafa hlotið viðurkenningar fyrir mörg verkefni og það eru áhugaverðir hlutir á vefsíðunni þeirra. Ég bendi sérstaklega á pappírstré sem kallast "Revolving Trees".

Hönnuðirnir framleiða hlutina og segja þá flokkast einhvers staðar á milli iðnhönnunar og sjónlistar.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.