Thursday, February 24, 2011

Vasar úr glösum og rörum

Vasarnir hlutu viðurkenningu Elle International 2010. 
Þessir blómavasar voru upphaflega gerðir úr glösum og rörum eins og þeim sem notuð eru á rannsóknastofum. Rörin er auðvelt að beygja með því að hita þau en glösin voru brædd saman.  Þeir sem unnið hafa í byggingaiðnaði þekkja vafalaust einfalt áhald sem notað er til hæðarmælinga - slanga er fyllt með vatni og þar sem vatnið er alltaf jafnhátt í báðum endum er hægt að taka jafna hæð við sitt hvorn enda slöngunnar. Hönnun vasans á neðri myndunum var innblásin af þessu lögmáli, rörið er beygt í lykkju og myndar tvo leggi sem opið er á milli - vatnið er því alltaf jafnhátt í báðum leggjunum  .
Hönnuðurinn Jan Padrnos er Tékkneskur , hann rekur Backbox í Třebíč, sem hannar húsgögn og innanstokksmuni

Vasin "Seven" er gerður úr sjö glösum eins og notuð eru á rannsóknastofum.
Vasin "Triu" er gerður úr glerrörum.

 Via: designeast.eu/

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.