|
Unikka tauþrykk, sennilega þekktasta mynstur tuttugustu aldarinnar. |
|
Listakonan Maija Isola.
|
Þegar eigandi Marimekko, Armi Ratia, tilkynnti að blómamynstur yrðu ekki framleidd hjá fyrirtækinu mótmælti listakonan Maija Isola (1927-2001) með því að hanna blómamynstrið Unikka. Mynstrið var byggt á blómum draumsóleyjar, óvenjulega stórgert, í skærum litum og tilkomumikið. Armi stóðst ekki mátið og keypti mynstrið ásamt nokkrum öðrum sem Maija hafði hannað í sama stíl. Mynstrið var fyrst þrykkt árið 1964 og varð þegar einskonar vörumerki fyrir Marimekko, í dag er það sennilega eitt þekktasta tauþrykk sem gert hefur veriði. Maija Isola starfaði hjá Marimekko í 38 ár og hannaði yfir 500 mynstur, hún var ennfremur virk listakona á öðrum sviðum og eftir hana liggur fjöldi annara verka.
Nokkur tauþrykk sem Maija Isola hannaði.
|
Lovelovelove 1969 • Lokki 1961 • Silkkikuikka 1951 • Käspaikka 1959 • Kaivo 1951
Musta Lammas 1957 • Husarri 1967 • Albatross 1967 • Himmeli 1957 • Tiikerinlilja 1967 |
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.