Wednesday, February 9, 2011

Tyrknesk teppi endurunnin með skærum litum

Gölluð og slitin teppi eru aflituð og síðan lituð aftur með skærum náttúrulitum.
Handofin teppi eru ekki alltaf fullkomin, vefnaðurinn getur mistekist og þá fær vefarinn lítið eða ekkert fyrir vinnu sína.  ABC Carpets, sem selur teppi frá Tyrklandi, Indlandi og Pakistan,  ákvað að reyna að gera verðmæti úr þessum teppum með því að aflita þau og lita síðan með náttúrulitum. Tilraunin tókst vel og nú rokseljast lituðu teppin. Aðferðinni, sem nefnd er "Color Reform," er einnig beitt á gömul slitin teppi og vefnað sem annars hefði verið verðlaus.
Þetta er birt hér m.a. vegna þess hve myndirnar eru fallegar - hér má skoða þær í fullri stærð.








2 comments:

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.