Wednesday, March 16, 2011

3 gamlir stólar klæða sig upp á

Félagarnir Skólastóll, Stálstóll og Tréstóll.
Ásgeir Kristinn Lárusson birti þessa mynd á blogginu "hugdettan.blog.is"'i apríl 2009 undir fyrirsögninni "Að stóla á stöðuga neyslu…". Mér fannst myndin og saga stólanna  skemmtileg og fékk leyfi til að nota myndina. Um stólana segir Ásgeir 
"Myndin af stólunum fyrir neðan segir litla sögu af íslenskri húsgagnahönnun og smíði.  Sá lengst til hægri er heimasmíðaður í Seinni heimstyrjöldinni, sá í miðið uppúr 1960 hjá Stálhúsgögnum og sá græni þjónaði skólabörnum Langholtsskóla til margra áratuga.  Allir þjóna þeir tilgangi sínum frábærlega þrátt fyrir aldur og fyrri störf…"
Því má við bæta að Langholtsskóli, teiknaður af Einari Sveinssyni og Gunnari Ólafssyni, tók til starfa 1951 og er skólastóllin því 60 ára á þessu ári. Líklegt er að Friðrik Þorsteinsson (1896-1980) hafi teiknað hann. Friðrik lauk, fyrstur Íslendinga, prófi sem húsgagnaarkitekt í Þýskalandi árið 1923. Hann starfrækti húsgagnaverkstæði í Reykjavík og þar hafa stólarnir væntanlega verið smíðaðir.


Ég Photosjopaði stólana aðeins og nú eru þeir boðlegir hvar sem er. Litirnir eru, af ásettu ráði, svolítið í stíl við hlutina í þessum pistli. Það hefði verið fallegra að spartla og pússa tréstólana til að fá fínan glans en ég fann engan sandpappír í Photoshop, það verður vonandi gert þegar þeir verða endalega málaðir!
Hér eru þeir komnir í betri fötin og til í hvað sem er..
... og kannske eru þetta dömurnar, klæddar rauðu..
.
.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.