Thursday, March 17, 2011

iPad IO Dock fyrir hljóðvinnslu

IO Dock breytir  iPad að hljóðfæri og stúdíó. 

Öll helstu tengi fylgja.
iPad er alltaf að sanna gildi sitt, stöðugar nýjungar og meira afl hafa gert hann að miklu meira en græju til að lesa og vafra á. Alesis , sem framleiðir trommur og allskonar tól til hljóðvinnslu, kynnti nýlega IO Dock sem breytir Ipad í alvöru hljóðgervil og hljóðfæri með nótnaborð og öllu sem þarf til að gera alvöru hljómlist. Það er væntanlega mikið þægilegra að hafa allar stillingar og nótnaborð á skjánum en á venjulegu lyklaborði. Öll helstu forrit sem til þarf eru væntanleg í iPad útgáfu og nokkur eru tilbúin nú þegar, þau eru seld í App Store. IO Dock er með allar helstu gerðir af tengjum fyrir hljóðfæri, monitora og fjarstýringu. Ég á eftir að sakna lýsandi eplisins aftan á skjánum, það er svo flott á sviði en - the show must go on. 
.
.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.