Saturday, April 30, 2011

Tim Hetherington - Kreólahús í Freetown, Sierra Leone



Þann 20. apríl síðastliðinn létust Tim Hetherington og Chris Hondros í sprengjuárás í Líbýu. Þeir voru báðir fæddir 1970 - virtir ljósmyndarar - og störfuðu m.a. í Líbýu, Afghanistan og Írak. Nú í ár (2011) hlaut Tim ásamt blaðamanninum Sebastian Junger Óskarsverðlaun fyrir heimildarmyndina Restrepo sem lýsir eins árs dvöl Tims og Sebastians í Afghanistan. 
Árið 2007 sýndi Horniman safnið í London ljósmyndir Tims af húsum Kreola  í Freetown, höfuðborg Sierra Leone. Húsin, sem hafa mikið sögulegt gildi, víkja nú óðum fyrir betri húsakosti. Ljósmyndirnar eru hluti af verkefni sem  British Council kom á fót til að varðveita heimildir um húsin og íbúa þeirra. Þetta vakti áhuga á að varðveita einhver húsana og hafa nú tvö þeirra verið vernduð gerð upp. Hér eru nokkrar myndana.
.

















No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.