Saturday, April 30, 2011

"Witches' Kitchen" skapar handverksfólki vinnu

Áhöld í Nornareldhús "Witches' Kitchen"
Þeir sem kíkja við hér á síðunni taka væntanlega eftir því að hér ríkir mikill áhugi á hverskyns aðstoð við handverksmenn í fátækum löndum. Hér er enn eitt verkefni sem unnið er með aðstoð Artecnica, Design with Conscience, British Council og Aid to Artisans. Áður hefir verið fjallað um álíka verkefni og  samtök m.a. hér og hér. Iðnhönnuðurinn Tord Boontje hannaði "Witches’ Kitchen" munina með tilvísun í þjóðsögur um nornaseyði. Munirnir á myndunum eru framleiddir af handverksfólki í Kólumbíu og Guatemala en auk þess framleiðir Coopa-Roca samfélagið í Brasilíu pottaleppa, svuntur og töskur sem fylgja línunni.
Coopa-Roca er samvinnuverkefni kvenna í fátækrahverfum Rio de Janeiro. Tilgangur þess er að gera konum kleift aðauka tekjur sínar en hafa jafnframt aðstæður til að halda heimili og sinna börnum sínum. Verkefnið hefur gengið einstaklega vel og konurnar sauma nú jafnvel fyrir þekkta tískuhönnuði. Hér er grein um samtökin.

Laufi er þrýst í leirinn, þau brenna svo munstur í hann.






No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.