Sunday, May 29, 2011

Gunnar Magnússon "61-"78 - Sýning í Hönnunarsafni Íslands

Sýningin "Gunnar Magnússon "61-"78" í Hönnunarsafni Íslands

Áhalhabakkar
Á morgun 29.5.2011 lýkur sýningu Hönnunarsafnsins á húsgögnum eftir Gunnar Magnússon. Ásdís Ólafsdóttir sýningarstjóri og Gunnar leiddu gesti um sýninguna í dag. Þetta var einstaklega skemmtileg leiðsögn því með í för voru bæði eiginkona Gunnars, Guðrún Hrönn, og Tinna dóttir þeirra. Fjölskyldan deildi með okkur ýmsu skemmtilegum atvikum sem snerta verk Gunnars og vinnu. Þar sannaðist rækilega að meira liggur að baki hugverki en það sem augað nemur við fyrstu sýn. Mikið lán fyrir sýningargesti að velja einmitt þennan dag.
Mikið af íslenskum húsgögnum hefur farið forgörðum, jafnvel svo að einungis er vitað um fáein eintök af húsgögnum sem þó voru framleidd í stóru upplagi. Einn aðili henti t.d. tugum Appollo stóla skömmu fyrir sýninguna. Það er kannske ljótt af mér að benda á það núna þegar skaðinn er skeður - stólarnir hefðu væntanlega selst á nokkur hundruð þúsund krónur - stykkið! Tökum þetta sem víti til varnaðar og umgöngumst hluti með virðingu. Vonandi vekja sýningar af þessu tagi fólk til vitundar um verðmæti sem það kann að hafa á milli handa. Hönnunarsafnið og Ásdís sýningarstjóri eiga hrós skilið fyrir framtakið og uppsetningu sýningarinnar.


Haganlega gerðar samsetningar á húsgögnum Gunnars Magnússonar.
Frágangur og samsetningar á húsgögnum Gunnars eru fallegar. Oftast er enga skrúfu að sjá -  samskeytin eru hluti af hönnuninni  - gerð af þekkingu og virðingu fyrir handverkinu.


Myndir : Morgunblaðið, gagnasafn • Tímarit Iðnaðarmanna • timarit.is • Hönnun & hlutir
.
.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.