Monday, May 30, 2011

Hönnun & hlutir - Wallpaper forsíðan 2011


Þetta er nú eiginlega hálfgert svindl og auðvitað bara mont - en það skaðar engann að kitla hégómagirdina öðru hvoru og skemmta sér. Undanfarin ár hefur áskrifendum Wallpaper tímaritsins boðist að hanna sína eigin forsíðu í sérstöku forriti á vef Wallpaper. Áskrifendur fá svo júlí blaðið með sinni sérhönnuðu forsíðu. Í fyrra voru prentaðar rúmlega 21.000 sérhannaðar forsíður. Hönnun og hlutir fá auðvitað sína forsíðu og svona mun hún líta út þetta árið - "keep it simple" aðferðin. Auðvitað er forsíðan á vefnum hjá Wallpaper, hún er hér og þar má einnig skoða margar frumlegar forsíður m.a. hefur einn notað forsíðuna sína til að bera upp bónorð. 
Wallpaper er ágætt tímarit svo lang sem það nær. Þar á bæ hafa menn nefnilega ekki tekið eftir bönkunum sem hrynja umvörpum í kring um þá. Mikið er fjallað um dýra hluti og lífsstíl. Ég mundi t.d. ekki velja hótel að ráðum blaðsins - nema kannske síðustu nóttina mína hér á jörðu - og greiða þá eftir á.
En blaðið er fallegt og auglýsingarnar einnig og það er hægt að skapa sér gífurlegar vinsældir á heilsugæslustöðinni sem fær notuðu blöðin. 
Í áskrift kostar blaðið oftast um 1000 kr. ef setið er um áskriftartilboð á vefsíðunni.
.
.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.