Wednesday, June 1, 2011

14 hönnuðir - tvær myndir - tvær sögur

Myndir tvær hér að neðan eiga það sameiginlegt áð sýna húsganaarkitekta sem sitja hver á sínum stól og þær eru báðar teknar árið 1961. Uppstillingarnar á myndunum eru glettilega líkar. Að baki þeim er sitt hvor sagan sem ég stenst ekki mátið að segja hér til gamans.
Árið 1961 settu átta íslenskir húsgagnaarkitektar upp sýninguna "Íslensk húsgögn "61" sem fjallað er um  hér. Sýningin var vel kynnt í dagblöðum og myndin hér að neðan oftast birt með greinunum. Þetta er flott uppstilling það sem hönnuðirnir átta sitja hver á sínum stól. 
Sama ár birti þekkt bandarískt tímarit nokkrar greinar um hönnun og byggingarlist þar í landi. Tímaritið var þekkt fyrir ýmislegt annað en menningarlega umfjöllun. Greinarnar voru liður í áætlun þess að breyta um ímynd og komast í hóp virtra menningarmiðla. Þetta var tímaritið Playboy. Myndin var sett á besta stað í blaðinu og sennilega hefur mörgum (karl)manninum því brugðið þegar hann opnaði miðopnuna til að líta á mánaðarlegan leikfélalaga sinn (Playgirl og the month) og mætti þar mynd af sex karlkyns húsgagnahönnuðum og jafnmörgum stólum (sjá hér). Skemmst er frá því að segja að myndir af þessu tagi urðu ekki fleiri á miðopnu Playboy svo vitað sé.
Íslensku húsgagnaarkitektarnir átta - hver á sínum stól á húsgagnasýningu 1961
1. Halldór Hjálmarsson • 2. Helgi Hallgrímsson • 3. Gunnar Theodorsson •4. Gunnar Guðmundsson
 5. Þorkell Guðmundsson • 6. Árni Jónsson • 7. Kjartan Á. Kjartansson • 8. Hjalti G. Kristjánsson
Bandarísku húsgagnaarkitektarnir sex - hver á sínum stól í Playboy 1961
1. George Nelson • 2. Edward Wormley • 3. Eero Saarinen •4. Harry Bertoia
5. Charles Eames • 6. Jens Rison
.
.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.