Hjá Skype starfa rúmlega 500 manns. Þegar litið er til til þess að skráðir notendur Skype eru 929 milljónir í september 2011 virðist það alls ekki vera margt starfsfólk.
Í Stokkhólmi starfa 100 manns á splunkunýjum vinnustað. Reyndar er byggingin "Münchenbryggeriet", eitt sinn stærsta brugghús Svíþjóðar, reist 1846 en innviðirnir hafa nú verið aðlagaðir að hljóð- og myndþróunardeild Skype.
Hér eru nokkrar til að sýna litadýrðina.
En það virðist engin vera mættur í vinnuna ennþá.
En það virðist engin vera mættur í vinnuna ennþá.
PG Arkitektur hannaði nýja vinnustaðinn. Hann á að endurspegla þá hugmyndafræði að Skype sé nytsamleg en jafnframt skemmtileg tækni sem tengi heiminn saman.
Hér má sjá skæra liti, tilvísanir í tölvutækni, starfsstöðvar af öllu tagi og skýið í Skype vörumerkinu notað á margvíslegan hátt m.a. í lampa, húsgögn og á skilveggi.
Á flestum gólfum eru litríkar teppaflísar lagðar í mynstur.
Á vefsíðu PK Arkitektur eru fleiri myndir frá Skype í Stokkhólmi og öðrum verkefnum vinnustofunnar.
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.