Monday, August 27, 2012

Le Corbusier stóll í nýjum búningi

Skyldi Corb vita af þessu? Epoxyhúð og áklæði í popplitum




Það er óhætt að segja að nafnið smellpassi á stólinn hér til hliðar "Concrete Chair" - Steinsteyptur stóll. Væntanlega er ekki þægindunum fyrir að fara en þá má líka hafa í huga að maður tillir sér oft á stein úti í náttúrunni og kvartar ekki - nema síður sé. Einhver lagði til að skilgreina stólinn sem list - en er ekki hönnun list? Höfundur Steypustólsins  Stefan Zwicky, hannaði hann innblásinn af frægum stól Le Corbusiers: LC2 petit modèle ( hannaður 1928). 

Og nú velti ég vöngum yfir þessu: Hannaði Stefan þennan steinsteypta stól eða bjó hann til steinsteypta eftirmynd af stól Corbs? Þetta er nefnilega sitt hvort  - annað hönnun en hitt er handverk og skemmtileg hugmynd. Svari hver fyrir sig.

Fjölmargar eftirlíkingar eru til af LG2 stólnum og verðið misjafnt eftir því. Hvort sem það er til þess að mæta samkeppninni eða eitthvað annað þá hefur löglegi framleiðandinn Cassina nú poppað LC2 upp í tau áklæði og epoxyhúðað stell í mörgum litum.
Fróðlegt væri að vita hvað hinum eldharða modernisma þætti um að að stóllinn í þessum búningi - svolítið "Ikea" - sem er sem er frábært, nema kannske verðið!



 Þrír Corb stólar: Efst er steinsteypt útgáfa, þar fyrir neðan original útgáfa frá Cassina og við hlið hennar ódýr eftirlíking. Fyrir neðan: LC2 í öllum heimsins litum. Myndirnar eru af vefsíðum Cassina og freshhome.


No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.