Thursday, August 30, 2012

dOCUMENTA (13) - Hugenottenhaus


Hugenottenhaus (Hugenot House)
Fyrir dOCUMENTA (13) í Kassel hefur Theaster Gates endurgert Hugenottenhaus, gamalt hús sem staðið hefur autt frá 1970, með húsgögnum sem smíðuð eru úr innviðum húss í Chicago, sem álíka er komið fyrir. Síðan verða smíðaðir gripir úr innviðum Hugenottenhaus og settir upp í húsinu í Chicago.
Verkið er í anda þess sem undanfarið hefur rutt sér rúms í Evrópu og á upphaf að rekja til Hollands. Þar hafa húsgögn og innviðir úr endurnýttum hlutum verið áberandi undanfarin ár. Efni úr gömlum húsum, sérstaklega með leyfum af málningu og ummerkjum um fyrri notkun,  hefur fundið sér leið í innanstokksmuni af ýmsu tagi og nú framleiðir tískuiðnaðurinn veggfóður með myndum af flagnandi klæðningum og "slitin" húsgögn af ýmsu tagi. Kannske má líkja þessu við framleiðslu á nýjum "slitnum" hljóðfærum og rifnum gallabuxum. 
En í Hugenottenhaus var þetta allt ekta og stemmingin einstök. Það mátti auðveldlega skynja einlægni fólksins sem dvaldi í húsinu á meðan á smíðinni stóð og allskonar uppákomur voru í gangi. Í förum með Gates var hljómsveit hans, sem við misstum því miður af.
Fleiri myndir úr Hugenottenhaus er að finna hér á Facebook síðunni.
Hér segir Theaster Gates frá Hugenottenhaus verkefninu - 15:25 mínútur. 
Hér segir hann frá Dorchester verkefnum sem sýna vel hvað hann fæst við - 03:00 mínutur sem er vel varið í að skoða þetta myndband.

Fleiri myndir úr Hugenottenhaus er að finna hér á Facebook síðunni.


No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.