Sunday, September 30, 2012

Úr skóginum - 12 sæti Royal College


Eins manns bátur til að tylla sér í

Royal College of Art lagði sinn skerf til London Design Festival 2012. Í Victoria & Albert safninu sýndu nemendur skólans 12 stóla á sýningunni "Out of the Woods". Verkefnið var víðfeðmt og fól í sér, auk hönnunar, athuganir á umhverfisáhrifum, endingu og framleiðsluaðferðum. Ennfremur voru samdar sögur eða ljóð um hvern stól: "Adventures of Twelve hardwood Chairs".
Harðviðurinn í stólana er amerískur en þeir vor smíðaðir hjá Benchmark í Englandi.
Nemendurnir slógu upp tjaldbúðum garðinum hjá Sir Terence Conran, sem oft en kenndur við Habitat, en hann er einn af eigendum Benchmark. Þar höfðu þau bækistöðvar á milli þess sem unnið var við smíðina í trésmiðjunni. Hér má lesa um Conran fyrirtækin
Oft er sagt að mynd segi meira en orð en í þessu tilfelli á það ekki við. Að baki hvers stóls liggja vangaveltur sem ómögulegt er að tjá nema í orðum - og myndum. Á vef core77.com er ágæt umfjöllun um verkefnið sem vert er að lesa, þar er einnig að finna fleiri myndir.


"Tree Furniture" 













No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.