Wednesday, October 17, 2012

Morgunferð í Leifsstöð

Regnboginn eftir Rúrí 



Aksturinn í Lefsstöð er orðinn flestum svo tamur að leiðina má næstum aka með lokuð augu. Oft er fólk snemma á ferð - var að pakka í ferðatöskur langt fram eftir nóttu -svo það er um annað að hugsa en umhverfið og á stundum nóg með að halda sér vakandi. 
En ef vel er að gáð er margt áhugavert að sjá á þessari leið. Sé maður að aka einhverjum í Leifsstöð, er því upplagt að gefa sér tíma til að skoða umhverfið og fara e.t.v. Vatnsleysuströnd til baka.
Hér eru nokkur mannvirki sem á vegi manns verða en auðvitað er það landið sjálft sem mest heillar.








Regnboginn eftir Rúrí er afar fallegur og margbreytilegur þar sem hann rís úr jörðu og skiptir stöðugt um liti og ásýnd eftir veðri og dagtíma


Við Leifsstöð - ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti rauða hússins
Það er snyrtilegt við Leifsstöð. Húsið sjálft stendur vel og þjónustubyggingar eru lágreistar - nema rauða byggingin sem er eitt af fyrstu kynnum útlendinga af íslenskum arkitektúr og sitt sýnist hverjum um þá kynningu.


Litríkit hutaveitutankar og dælustöð

Ormar Guðmundsson arkitekt hannaði vatnstankana sem eitt sinn voru umdeildir vegna litadýrðar. Í dag sóma þeir sér vel með öðrum byggingum á svæðinu og allir eru sáttir við þá. Ormar hannaði einnig orkuverið í Svartsengi sem sést til á leiðinni

Mannvirki innan girðingar









Inni á flugvallarsvæðinu eru ýmis mannvirki sem maður veitir sjaldan eftirtekt. Þessi tvö eru t.d. athyglisverð, jafnvel þó ekki væri nema vegna þess hvernig birtan leikur um þau.

Þotuhreiður
Þotuhreiður Magnúsar Tómassonar í allri sinni stærð er ótrúlega fínlegt og konseptið skemmtilegt. Skugginn færist til eftir gangi sólar eins og á plánetu.

Bjart glerhús við brottfararstigan
Upphaflega var Leifsstöð afar drungaleg að innan en síðari tíma viðbætur hafa bætt úr því. Glervirkið við brottfararstigan gerir mikið fyrir húsið og þaðan sést í Þotuhreiðrið í návígi og Regnbogann fjær. Grindin í glerhúsinu er líka fín.
Strætóskýli Reykjanesbæjar




Í Reykjanesbæ má sjá enn eina eftirhermu af  rauðu skýlunum í Reykjavík, sem Birna Björnsdóttir innanhússarkitekt og Gunnar Torfason verkfræðingur  hlutu verðlaun fyrir árið 1980. 
Fáir hlutir hafa þurft að þola jafn margar lélegar eftirlíkingar og þessi skýli, sem voru mjög fín og gætu verið Reykjavíkurborg til sóma ef upprunalegu hönnuninni hefði verið fylgt. Í stað þess hafa einhverjir gert ótrúlegar skrumskælingar af þeim um allt land, samanber skýlin í Reykjanesbæ.
Sannkölluð sumarhöll við Vatnsleysuströnd
V Vatnsleysuströnd stendur þetta sérstaka hús sem ég hef ekki meiri upplýsingar um í bili. Bæti úr því seinna.




No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.