Thursday, June 20, 2013

Hressilegt hostel.

 Ferðamenn sækjast í gjarnan eftir ódýrri gistingu og eru margir tilbúnir til að deila svefnskála með öðrum á hosteli. Í eina tíð var úr fáu að velja í þessum efnum og látlaus farfuglaheimili helsti kosturinn, en nú hefur þeim sem bjóða gistingu af þessu tagi fjölgað og nýju hostelin keppast við að gera dvölina að eftirminnilegri upplifun með hressilegu umhverfi og líflegri þjónustu.
Myndirnar eru af nýju hosteli í Króatíu. Hér er á líflegan hátt blandað saman nútíma hönnun og húsgögnum frá 1950+ . Rýmin einskonar samkomustaður þar sem fólk getur sest niður, farið á netið eða dregið sig í hlé í lokrekkjunni sinni eftir dagsstund við Miðjarðarhafið.  
Hönnuður er Lana Vitas Gruic sem hefur aldeilis hlotið mikla kynningu því myndir af þessari hönnun hennar hafa farið eins og eldur í sinu á netinu. Þessar myndir eru frá designboom.

Húsgögn frá 1950+ í bland við nútimalegar innréttingar.
Rúmin eru í litríkum einingum sem sem mynda einskonar bása út frá veggjunum.

Í rýmunum er aðstaða til að gera flest það sem ferðalangar þarfnast.

Óneitanlega eru hvítu herbergin ekki eins hressileg - en það er þó val.



No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.