Thursday, August 22, 2013

Robin Day - Stóll 658


Stóll módel 658 var hannaður af Robin Day (1915-2010) fyrir Royal Festival Hall í London árið 1951. Bakið gerir stólinn sérstaklega athyglisverðan, bæði formgjöf og framleiðsluaðferð voru nýstárlegar á þessum tíma. Festingarnar á bakinu reyndust ekki vel svo stólnum var breytt þannig að bak og seta voru fest saman án rörana. Hlaut hann þá númerið 700 og var framleiddur þannig í nokkur ár. Í dag er hann mjög eftirsóttur og selst háu verði í uppboðshúsum. 
Það er löngu orðið tímabært að fjalla um hjónin Lucienne og Robin Day hér á síðunni og verður það mitt fyrsta verk eftir sumarfrí.


Stóll 658. Ekki er laust við að manni finnist stóllinn vera að hefja sig til flugs, það má líka ímynda sér að hann breiði út armana til að taka á móti notandanum.

Bakið er óvanalegt. Á þessum tíma voru hönnuðir að uppgötva þá möguleika sem fólust í formbeygðum við

Bakið er fest með þremur rörum. Þetta reyndist ekki nægjanlega traust festing, rörin vildu brotna eða beygjast. Stólnum var því breytt.
Hér er svo Model 700. Þegar vel er skoðað á hann fátt sameiginlegt með 658 nema armana og grunnform baksins því setunni hefur einnig verið breytt, hún er öðruvísi í laginu, það vantar hallan að framan, og stóllinn er bæði grynnri og mjórri en forveri hans númer 658. Það er alltaf spurning hvenær um er að ræða nýtt eða endurbætt húsgagn, enda fékk hann nýtt númer. Þeir eru báðir fínir, hvor á sinn hátt.

Heimsins mest selda stóll o.f.l. eftir Robin Day má sjá hér
myndir: modernroom og google


No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.