Sunday, August 11, 2013

Sirkus Íslands safnar fyrir tjaldi!



Þeir sem voru svo heppnir að sjá sýningu Sirkus Íslands á nýafstaðinni sirkushátíð eru sammála um að það hafi verið einstök upplifun. Sumir halda því jafnvel fram að sýning þetta hafi verið besta sýningin. Vafalaust kemur þetta mörgum á óvart því ekki hefur farið mikið fyrir sirkusnum en tilfellið er að hér er á ferð alvöru sirkus, sem tekur hlutverk sitt alvarlega með ströngum æfingum og mikilli hugkvæmni.

En það vantar sirkustjald! Slíkt tjald er nauðsynlegt svo mögulegt sé að setja upp alvöru sýningar.  Það þarf að koma áhorfendum fyrir og svona sýningar þarfnast mikillar lofthæðar svo hægt sé að sýna alvöru loftfimleika.

Sirkus Íslands safnar nú fyrir alvöru sirkustjaldi sem mun kosta um 40 þúsund evrur. Þeir sem leggja söfnuninni lið fá í staðinn miða á sýningar hjá Sirkusi Íslands árið 2014 í nýja tjaldinu.

Þessi orð eru skrifuð til að hvetja alla til að leggja söfnuninni lið því tilefnið er ærið - alvöru íslenskur sirkus! Kíkið á þessa síðu - þar kemur allt fram sem máli skiptir.

Uppfærsla: Söfnuninni lokið. Henni var afar vel tekið og söfnuðust ríflega 42.000. Við megum því búast við raunverulegum íslenskum sirkus sýningum á næstunni. Frábært!

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.