|
• Hjá Google í London, eins og sólbað í Brighton • Hér eru stærri myndir • |
Það er víst sérstaklega frjálslegur vinnuandi hjá Google, vel hugsað um mannskapinn og allt gert til þess að fólki líði vel, góður ókeypis matur, nudd og líkamsrækt, frjáls vinnutími og skapandi umhverfi. Til að gefa umhverfinu sérstaka merkingu hefur Google þann sið að innrétta hvern stað með yfirbragði tengdu landinu sem það er í. Nýlega tók Google í London nýtt húsnæði í notkun og við hönnun þess var vitnað í ströndina í Brighton. Strandhús og stórir skærlitir teningar hýsa fundaraðstöðu af ýmsu tagi og vinnuaðstöðu er m.a. hægt að búa sér í ekta klessubíl eða rauðum símaklefa. Það þarf ekki að segja meira um þetta, myndirnar tala sínu máli. Hér að ofan hef ég klippt saman myndir sem er hægt að skoða hverja fyrir sig hér.
|
• Google merkið er eins og grafið í sand á ströndinni í Brighton • |
|
• Dyrnar eru O og O, fyrir innar er strönd með marglitum steinum • |
|
• Anddyrið, sumir segja að þetta sé eins og leikskóli • |
|
• Strandhús til að spjalla saman í • |
|
• Teningarnir hýsa tæknivæddari fundi, klukka í horninu á þeim gula • |
|
• Aðstaða til vinnu í símaklefa, klessubíl eða hvar sem er • |
|
• Google býður starfsfólki hollan ókeypis mat • |
|
• Gjá á milli teninga, strönd og sólstóll í fjarska • |
Hönnun annaðist: Scott Brownrigg Interior Design London
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.