Tuesday, February 1, 2011

Innanhúss hjá Banhof sem hýsir Wikileaks

• Höfuðstöðvar Banhof í Svíðjóð eru í neðanjarðarbyrgi frá tímum kalda stríðsins • Særri myndir hér  •

Í æsifréttum á vefnum er því haldið fram að höfuðstöðvar Wikileaks séu 30 metra undir yfirborði jarðar í sænsku neðanjarðrbyrgi frá dögum kalda stríðins. Fréttunum fylgja svo myndir þar sem höfuðstöðvum Wikileaks er líkt við James Bond. Þetta er ekki alveg rétt - einungis vefsíða og gögn Wikileakes eru geymd á þessum stað. Þarna eru, hinsvegar, höfuðstöðvar  Banhof, stærsta netfyrirtækis Svíþjóðar. Banhof tók við byrginu, sem var í mikilli niðurníðslu, árið 2006 og flutti inn árið 2008. Byrgið er nefnt Pionen, það er 1200 m2 að stærð, stendur á Vita Bergen í Stokkhólmi og er sprengt í granít berg.  
Það var Albert France-Landrid teiknistofan sem hannaði breytingarnar með það að markmiði að gera öruggan stað fyrir tölvubúnað og spennandi vinnustað fyrir starfsfólkið. Kannske minnir umhverfið á 007 en það minnir mig líka á stöðvarhús Laxárvirjkunnar sem ég ráðlegg öllum að skoða, það er glæsilegt.
Hér er hægt að fara í 3víddar ferðalag um svæðið




• Fyrirkomulagið •

• Inngangurinn í Vita Bergen, Stokkhólmi •

•  Inngangur í rýmið er á 30 metra dýpi  •
• Rafstöðvar, Banhof logo, plöntur og granít veggir •
• Vinnustöðvar í opnum rýmum •
• Miðrýmið er kennt við tunglið, fundarherbergi uppi •
• Inni í fundarherberginu ´"Mánasal" •
• Hengibrú á milli palla •
• Unnið á tjarnarbakkanum •
• Vara rafstöðvar knúnar af kafbáta vélum •
• Fossar og gróður •
• Netþjónar og tæknibúnaður •

1 comment:

  1. Sófasett frá ömmu, yfirdekkt í amk annað sinn ca 1960, nú 2011 afturþörf á nýju áklæði og viðgerð,
    útskornir armar, gormar sag ...
    Er það þess virði? Verðmæti eða drasl ?

    ReplyDelete

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.