Sunday, February 13, 2011

Coca Cola - kennslurými í Mexikó

Litríkar kennslustofur Coke í Mexico. - Stærri myndir hér -
Coca Cola er að setja upp litla kennslustaði víða um heim. Sá fyrsti, sem hér er sýndur,  er í Mexico og hlaut viðurkenningu Interior Design Magazine árið 2009. Litrík umhverfi eru í miklu uppáhaldi hér á síðunni en þetta rými er einnig áhugavert vegna  þeirrar hugmyndafræði sem sem notuð er til að skipta því í svæði. Eins og  teikningin sýnir liðast veggir frjálslega umhverfis óreglulegan sexhyrning sem myndar einskonar torg í miðju rýminu. Að torginu liggja svo rými af ýmsu tagi, sem skipt er á sjónrænan hátt með litum.  Takið eftir hvernig græna línan á loftinu og gólfinu skiptir um hlutverk eftir því hvort stólunum er raðað yfir hana eða sitt hvoru megin við hana.

Hönnuðir :ROW Studio á Facebook
Skipulagið • Veggir "flæða" um rýmið • Engin 90° horn • Sexhyrningur og litir skipta því í svæði.



Fordyrið er rautt - eins og búast má við.
Óformlegt rými fyrir hópvinnu, græna línan eins og hjáleið.
Veggskreytingar tákna loftbólur og kóla blöð
Vinnu-og fundarherbergiii.
Les- og spjallstofa, Ljós dúkur er umhverfis "torgið".
Kennslurými er rólegra, aðallega ljós dúkur.
Græna línan skapar undarlega fjarlægð á milli stólaraðanna. Flottur skuggi á veggnum.
Séð inn í kennslurými, græna línan vísar vegin.
Setustofa, .
Setustofan er einnig notuð til kennslu. Minjagripir í hillum.
Og svo, auðvitað, fröken Kók.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.