Wednesday, February 2, 2011

Innanhúss hjá Facebook í USA

• Facebook er 1200 manna vinnustaður í 14.000 fermetra húsnæði •

Facebook flutti í nýtt 14.000 m2 húsnæði árið 2009. Innviði hússins hannaði arkitektastofan Studio o+a í nánu samstarfi við starfsmenn Facebook.  Kannað var hvaða væntingar og óskir starfsmenn hefðu til umhverfis og vinnuaðstöðu og þeir síðan hafðir með í ráðum á meðan framkvæmdin þróaðist. Húsnæðinu er skipt í deildir sem hver og ein hefur sérstakt yfirbragð, stór sameiginleg rými eru svo víðsvegar um húsið þar sem hægt er að vinna, matast eða spjalla. Starfsmenn eru hvattir til að taka virkan þátt í að gera vinnustaðinn persónulegan, m.a. með því að teikna og skrifa á veggi og færa til húsgögn eins og þeim hentar.  Samsetta myndin hér að ofan sýnir sameiginleg rými sem virðast ansi formleg, myndirnar sem eru hér eru öllu hressilegri og sýna andrúmsloftið á þessum 1200 manna vinnustað.  




• Húsið •
• Í opnum, björtum rýmum er hægt að spjalla, vinna og hvílast •
• Kaffibar og setkrókur til að geyma reiðhjólið í •
• Hjólað í vinnuna •
• Græjur fyrir plötuþeyta •

• Og græjur fyrir bandið •
• Starfsmenn eru hvattir til að skrifa á veggi •
• Vinnustaður •
• Allra landa fánar, auðvitað •
• Skreyti hver sem vill - hvar sem er •
• Meira af sama tagi •
• Búdda? •
• Fólki er nú haldið við efnið-  þrátt fyrir  allt frjálsræðið •


 via: FastCompany  •  OfficeDesignBlog  •  Home Designing  • ...og víðar •

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.