Hvítt, grátt og svart ræður ríkjum hjá verðbréfasölunum sem horf á list og hvíla sig vel
|
Svart er litur undirgefni, prestar klæðast svörtu - svart er einnig litur valds, lögreglan klæðist svörtu, og Dracula - svart er tímalaust, það fer aldrei úr tísku.
Hvítt er litur sakleysis, börn eru skírð í hvítu, unglingar fermast í hvítu, brúður klæðist hvítu - hvítt endurvarpar birtu en óhreinindi sjást vel - hvítt er litur dauðhreinsunar, sjúkrahús nota hvítt - hvítt er litur fjármálastarfsemi, innveggir Kaupþings eru (voru) hvítir.
Myndirnar eru af innviðum fjármálafyrirtækis í San Franscisco. Arkitektarnir Rottet Studio segja markmiðið hafa verið að skapa afslappandi umhverfi, sem væri eins og heimili en ekki skrifstofa, fyrir verðbréfasalana 14 sem þarna starfa. Rýmið var því hugsað sem "white box" þar sem efni, áferð og litur á að mynda hlutlausan bakgrunn á móti stöðugu áreiti tölvuskerma. Skrifstofurnar sex þjóna einnig sem lítil listasöfn - vinnurýmið er, hinsvegar, stórt listasafn. Hægindastólar með kollum í stíl gera svo verðbréfasölunum kleyft að hörfa til "heimkynna" sinna og hvílast (retreat into their “home” and relax").
Því miður er enginn verðbréfasalana á myndinni - kannske eru þeir að hvíla sig - svo ekki sést hvernig þeir klæðast en einhvern veginn sé ég þá ekki fyrir mér í brúnum skóm, grænum flauelsbuxum og köflóttri flónelskyrtu.
Því miður er enginn verðbréfasalana á myndinni - kannske eru þeir að hvíla sig - svo ekki sést hvernig þeir klæðast en einhvern veginn sé ég þá ekki fyrir mér í brúnum skóm, grænum flauelsbuxum og köflóttri flónelskyrtu.
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.