Sunday, August 14, 2011

Jens Risom - Hönnuðurinn sem lifir endurkomu sína




Það fer ekki á milli mála á hvaða tímabili þessi húsgögn eru hönnuð

Nýlega var hafin á ný framleiðsla á húsgögnum sem Jens Risom hannaði á árunum 1950-1970.
Jens Risom  hefur starfað við hönnun og húsgagnaframleiðslu í meira en 70 ár og er enn að, komin á tíræðisaldur, fæddur í Danmörku 8. maí 1916. 
Risom nam húsgagnahönnun við listiðnaðarskólann í Kaupmannahöfn 1935-1938. Nöfn Börge Mogesen og Hans Wegner eru jafnan tengd þessum árgangi en minna sagt frá öðrum nemendum. Eigi að síður voru þarna margir afburða hönnuðir m.a. Íslendingarnir Helgi Hallgrímsson og Skarphéðinn Jóhannsson.
Jens Risom í garðinum heima
Risom flutti til Bandaríkjanna 23 ára gamall og hefur búið þar síðan. Árið 1942 hannaði hann fyrstu húsgögnin sem Hans Knoll, sem nú er eitt virtasta húsgagnafyrirtæki heims, setti á markað. Þar var m.a.stólinn "654 W",  gerður úr birki og böndum sem til féllu við fallhlífasaum stríðsáranna.  Hann kostaði $21- og er ennþá framleiddur hjá Knoll en einhver núll hafa bæst aftan á verðið.
Þegar samstarfinu við Knoll lauk 1946 stofnaði Risom húsgagnaverksmiðju. Þörfin fyrir vönduð og vel hönnuð húsgögn var mikil og innan tíðar voru útibú í helstu borgum Bandaríkjanna, Englandi, Ástralíu og víðar. Kjörorðin voru "The Answer is Risom" og af vörulistum má sjá að afköst Risoms voru mikil ( hér eru 1948 og 1949). 
Þrátt fyrir mikilvægt framlag til hönnunar og framleiðslu húsgagna hefur verið fremur hljótt um Risom í hönnunarsögunni. Á síðari árum hefur þó orðið breyting þar á og honum hlotnast margvíslegar viðurkenningar. Betra seint er aldrei. Hann stendur nú á þeim merku tímamótum að verða vitni að endurkomu sinni, ef svo má segja.  Að eigin sögn er þessi áhugi á honum þó aðallega til komin vegna þess að hann er eini eftirlifandi þeirra hönnuða sem sátu fyrir á mynd sem birtist í Playboy (sjá hér)! 

Stóllinn C 275 - framleiddur úr eik eða hnotu
Borðið T 620 úr eik/hnotu eða með borðplötu í  hressilegum lit
Bekkurinn T 621 - bekkur og borð í senn

Einstaklega fallegt borð 742 - Risom notar gjarnan dökkblátt eða appelsínugult veð viðnum
Skápur fyrir plötuspilara og hljómtæki - Innskotsborð - Stóll.  Þessi húsgögn eru ekki komin í framleiðslu ennþá.

Sjá meira hér 


Hjónin Henny og Jens Risom árið 2008
Borð með blaðagrind T 390

Stólar fyrir Knoll ca. 1942-"46

Skenkur úr hnotu

Borð úr hnotu og gleri

Stóllinn 654 W 
Húsgögn fyrir Knoll 1942

Blaðaborð T 539

                               
Hægindastóll með skammel



Glæsilegur ruggustóll 


Stóllinn 654 W fyrir Knoll 1942

Stólar á sérkennilegum snúningsfæti úr hnotu
St. Julian stólar ca 1960

Heimildir m.a.: 
og svo um víðan völl á Google og bækur upp í hillu

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.