Element ílát frá vitamin |
38 einingar til að raða saman |
Allskonar tölvustýrð vinnsla og framleiðsla hefur breytt starfsumhverfi hönnuða og listamanna mikið. Nú býðst prentun í 3vídd, geislaskurður á allskonar efnum, fræsing og rennsla og svo mætti lengi telja. Galdurinn er að kunna að nýta þessa möguleika á hugvitsamlegan hátt.
Ílátin sem hér eru sýnd eru gott dæmi um hvernig má með útsjónarsemi og sköpunarmætti gera margbreytilegan hlut úr tiltölulega fáum stykkjum. Grunneiningin er handblásið gler 40sm að hæð. Utan á og undir glerið má raða einingum af ýmsu tagi sem allar eiga það sameiginlegt að vera framleiddar með hinni nýju tækni. Kaupandinn raðar svo sjálfur saman einingum að eigin smekk og þegar 10 kaupendur hafa raðað saman einingum á sama hátt er ekki hægt að kaupa meira af þeirri samsetningu. Frábær hugmynd því það er margsannað að eigandinn binst sterkustu böndunum við það sem hann hefur verið þátttakandi í að skapa. Auðvitað er þetta líka flott markaðssetning og það þarf sköpunarmátt til að búa til slíkt konsept.
Í fljótu bragði mætti halda að þar sem aðeins verða seld 10 stykki af hverri samsetningu muni sölumöguleika fljótt þrjóta. En skoðum það nánar. Í lottó með 40 tölum og fimm tölum í útdrætti eru líkurnar á að fá fimm tölur réttar 1 á móti 658.008. Ef sömu reikningsaðferð er beitt og miðað við að hvert ílát sé gert úr fimm af 38 mögulegum hlutum fáum við út að möguleikar á að fá tvo sem eru nákvæmlega eins samsettir eru 1 á móti 501.942! Það má því selja ansi marga hluti til að fá 10 eins - en ekki gleyma að þetta er spurning um tilviljun og hverju er haldið að viðskiptavininum. Eigi að síður - markaðsetningin er bara tær snilld og ílátin eru gullfalleg í hvaða samsetningu sem valin er.
Fjögur ílát sett saman ú samtals 21 einingu |
Og hér eru enn fleiri einingar |
Við vangaveltur um fjölda samsetninga var stuðst við þessa grein á Vísindavefnum.
En sniðugt!
ReplyDeleteDesign and ThingsNovember 20, 2013 at 10:04 AM
Já, alveg briliant, vona bara að útreikningar mínir séu réttir:-)
DeleteMikið er þetta falleg hönnun!
ReplyDeleteDesign and ThingsNovember 20, 2013 at 10:05 AM
Já, mjög fallegt og mikið stærra en það virðist á mynd, töluvert hærra en 2ja lítra gosflaska.
Delete