Thursday, January 9, 2014

Upphaf stóla úr rörum




Marcel Breuer (1902-1981)  var 23 ára gamall þegar hann eignaðist og lærði á reiðhjól. Kynni hans af reiðhjólinu urðu til þess að hann fór að skoða efni og burðarþol þess nánar. Stýrið varð honum sérstakt umhugsunarefni og hann velti fyrir sér hvort hægt væri að smíða húsgagn með sömu aðferð - beygja það í einu lagi - helst án samsetningar og krómhúða það síðan. Þannig mætti hanna húsgagn sem væri í senn létt, sterkt og gegnsætt.
Hann gerði tilraunir með aðferðina og Wassily stóllinn fæddist. árið 1925, nefndur eftir einum af kennurum hans við Bauhaus skólann. Breuer þróaði aðferðina enn frekar og innan skamms gengu aðrir hönnuðir í spor hans og hönnuðu húsgögn úr beygðum rörum. Í dag, 90 árum síðar, er þetta sú aðferð sem mest er notuð við húsgagnaframleiðslu.
Wassily stóllinn (1925) var lengst af aðeins til í svörtu leðri. Aðferðum við að lita leður hefur fleygt fram og nú fæst hann í ótal litum 


Cesca (1928) stóll með og án arma er einungis framleiddur ljós og svartur.
Þeir sem óska sér Cesca stóls í lit eiga kost á bólstrun í hvaða lit sem er.


Smíðteikning af Cesca stól. Hann er örlítið breyttur í dag m.a. er hlutinn sem liggur við gólf ekki beygður uppi í miðjunni, í stað þess eru plast tappar undir honum. Mikið er um eftirlíkingar af Cesca með misjöfnum radius á beygjum rörsins.



No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.