![]() |
Höfðingi Gunnars H. Guðmunssonar |
![]() |
Verðlaunapeningurinn frá München 1961 |
Gunnar starfaði lengi hjá Húsameistara Reykjavíkurborgar auk þess að sinna verkefnum á eigin vegum. Húsgögn og innréttingar eftir hann eru víða t.d. í Landsbankanum og Höfða móttökuhúsi Reykjavíkur. Hönnun Gunnars var fáguð, markviss og nákvæm, öll smáatriði hugvitsamlega leyst með einstakri virðingu fyrir efni og handverki. Sjálfur var hann glæsilegur á velli og ég minnist þess alltaf hvað hann gekk í fallegum fötum - sannur höfðingi. Til gamans má geta þess að hann lærði húsgagnasmíði hjá Hjálmari Þorsteinssyni en sonur Hjálmars var Halldór Hjálmarsson sem m.a. hannaði stólinn „Skata" og Mokka-kaffi við Skólavörðustíg.
.
.
.
.
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.