Nokkrir hlutir á Vorsýningu 2011 |
Iðnskólinn í Hafnarfirði var fyrstur íslenskra skóla til að setja á stofn hönnunardeild árið 1990. Seinna bættist hönnunardeild við Iðnskólann í Reykjavík og svo loks við Listaháskólann. Frá upphafi hefur aðsókn verið mikil og í vetur taldi deildin um 100 nemendur á öllum aldri, sá elsti um sjötugt. Námið er góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í listum eða hönnun og hefur nemendum gengið vel að fá skólavist hér heima og erlendis.
Í mörg ár hefur skólinn sett upp sýningu á verkum nemenda í lok skólaárs. Myndirnar hér að ofan eru frá Vorsýningu 2011. Hún stendur til 29. maí og er opin frá klukkan 13:00-16:00
.
.
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.